Föstudags fyrirmyndin - Stevie Nicks


Stevie Nicks hefur verið góð vinkona mín í mörg mörg ár. Alveg frá því að ég heyrði Edge of Seventeen í School of Rock og Erlingur bróðir kynnti mig fyrir þeirri dásemd sem Fleetwood Mac er. Ég hef eytt allmörgum stundum í að skoða kynna mér þessa tískugyðju en hún er, að mínu mati, ein sú flottasta í taujinu sem sést hefur.


Einföld lýsing á klæðnaði Stevie væri einhverskonar dulrænn-sígunastíll; umfangsmikil chiffon pils og flæðandi maxi-kjólar, blúndur, platform stígvél og töffaralegir hattar á ljósa liðaða hárið. 


Stevie kynntist hönnuðinum Margi Kent stuttu eftir að Fleetwood Mac ævintýrið byrjaði, í kringum 1975. Saman þróuðu þær "easy-going hipp lúkkið" (góð lýsing, steinunn) sem að gerði Stevie að fyrirmynd í tískuheiminum um ókomin ár. 




Ég nældi mér í fínan vintage kjól um daginn sem minnir mig örlítið á hana Stevie mína. En hann fann ég á Etsy hér og er búin að nota nokkrum sinnum enda ein þæginlegasta flík sem ég hef átt. 

 



Enda þetta svo með einu af mínum uppáhalds, það var erfitt að velja...Njótið









takaeittttt



Hallóhalló

Mig langar að sýna ykkur fullt af fínu stuff-i
Tíska, tónlist, kisukrútt og súkkulaði er bara brotabrot af því sem mig langar að deila með ykkur.
Ég elska að skoða blogg þegar mér leiðist og hef alltaf haft lúmskan áhuga á að prófa að búa til eitt sjálf

þetta er í rauninni bara smá útrás fyrir mig..
..þannig að.. 


let's do this :):)

© . 2013 Is Designed By Templateify , Your Link Here